Blogg

Óreglubundin innlegg um heilsuhagfræði og tengdar greinar.

Hagrænt líkan um bakverki

Í lok 2017 birtist í Journal of Medical Economics grein eftir mig og fernt samstarfsfólk mitt þar sem við lýsum líkani í heilsuhagfræði. Greinin er hluti af stærra verkefni, þar sem tvær greinar bíða birtingar en ein hefur þegar verið birt.

Flokkar: Uncategorized

Spenging og þrýstingsminnkun við hryggþrengslum

New England Journal of Medicine hefur birt grein þar sem ég er einn meðhöfunda; A randomized, controlled trial of fusion surgery for lumbar spinal stenosis. Hryggþrengsli eru algeng tegund bakverkja, þar sem þrýstingur myndast á mænuna í mjóbaki með verkjum

Flokkar: Uncategorized

Kostnaður við skimun fyrir ristilkrabbameini

Að beiðni Krabbameinsfélagsins skrifuðum við Arna Hilmarsdóttir í sameiningu skýrslu þar sem skoðað er hvernig heppilegast er að standa að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Við slógum einnig á það hversu mikið slíkt myndi kosta. Niðurstaða okkar var

Flokkar: Uncategorized

Hagnýt heilsuhagfræði

Síðasta hálfa árið hef ég fengið tvo styrki til að skrifa bók sem ég hef haft á teikniborðinu um skeið. Bókin ber vinnutitilinn Hagnýt heilsuhagfræði. Áætlað er að hún verði 150-200 blaðsíður og mun hún innihalda fræðigrundaða umfjöllun um heilsuhagfræði, setta í

Flokkar: Bækur

Sænska sagan af Soliris

Til er lyf sem heitir ekúlísúmab (eculizumab, selt undir vörumerkinu Soliris). Á Íslandi var Soliris fyrst synjað um greiðsluþátttöku vegna of hás kostnaðar. Lyfið var síðar keypt beint af Landspítalanum og fjármagnað af öðrum fjárlaglið en þeim sem ætlaður er til lyfjakaupa.

Flokkar: Gæðaár, Hagkvæmnismat, Heilsuhagfræði, Ísland, Lyf, Lyfjarannsóknir, Svíþjóð

Hvað er heilsuhagfræði?

Heilsuhagfræðin er notuð til að greina heilsu og heilbrigðiskerfi útfrá sjónarmiðum hagfræðinnar. Grunnur hagfræðinnar byggir á því að fjármunir séu takmarkaðir og því sé aldrei hægt að fullnægja þörfum og óskum allra.

Inngangur að heilsuhagfræði

Um ÍHH

Íslensk heilsuhagfræði var sett á laggirnar árið 2013 utan um fjölbreytt ráðgjafastörf við opinbera aðila, lyfjafyrirtæki, lækningavörufyrirtæki, hagsmunasamtök sjúklinga og háskólasamfélagið. Ég fékkst við þetta til ársins 2017 þegar ég fór þá í pólitík og varð síðar forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Ég held þó áfram að kenna heilsuhagfræði í stökum fyrirlestrum eða stuttum syrpum.

Ég er doktor í heilsuhagfræði frá Karolinska-stofnuninni í Stokkhólmi og með meistarapróf í hagfræði frá Stokkhólmsháskóla
.

Hafðu samband

Íslensk heilsuhagfræði ehf.
Sími: 693-3916
kt. 640505 1090
gylfi[hjá]ihh.is